Endurtalning leiddi í ljós misræmi

Alþingiskosningar.
Alþingiskosningar. mbl.is

Endurtalning atkvæði í Norðvesturkjördæmi hefur leitt í ljós misræmi í talningu atkvæða. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að atkvæði greidd Viðreisn og Miðflokknum hafi verið oftalin. 

Atkvæðum Viðreisnar fækkar um níu eftir endurtalningu og atkvæðum Miðflokksins fækkar um fimm. Á móti fjölgar atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokki og Sósíalistaflokknum. 

Aðeins munaði tíu atkvæðum á milli Pírata og Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og fékk Viðreisn inn jöfnunarþingmann í kjördæminu, en aðeins munaði örfáum atkvæðum á því hvar sá jöfnunarmaður myndi lenda. Var þ.a.l. ákveðið að endurtelja atkvæðin. 

Tölur eftir endurtalningu eru að söfn Inga eftirfarandi: 

Framsóknarflokkur - 4.448 atkvæði
Viðreisn - 1.063 atkvæði
Sjálfstæðisflokkur - 3.897 atkvæði
Flokkur fólksins -  1.510 atkvæði
Sósíalistaflokkur Íslands - 728 atkvæði
Miðflokkur - 1.278 atkvæði
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn - 73 atkvæði
Píratar - 1.081 atkvæði
Samfylking - 1.195 atkvæði
Vinstri græn - 1.978 atkvæði

Uppfært:

mbl.is