Framsóknarmenn taka bóndabeygju

Eina bóndabeygju, takk!
Eina bóndabeygju, takk! mbl.is/Hófí

Mikil gleði og kátína hefur ríkt á kosningavöku Framsóknarflokksins úti á Granda.

Öllum þeim tölum sem borist hafa úr kjördæmum landsins hefur þar verið fagnað vel og innilega, enda stefnir samkvæmt síðustu tölum í að flokkurinn bæti við sig þremur þingsætum.

Ásmundur Einar er inni samkvæmt nýjustu tölum.
Ásmundur Einar er inni samkvæmt nýjustu tölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir ánægðir Framsóknarmenn tóku bóndabeygju upp á gamla mátann þegar þeir höfðu heyrt nýjustu tölur úr einu kjördæminu.

Lilja ræðir við félaga úr flokknum.
Lilja ræðir við félaga úr flokknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason hafa einnig skemmt sér vel ásamt stuðningsmönnum flokksins á vökunni.

Sigurður Ingi hefur ágæta ástæðu til að gleðjast.
Sigurður Ingi hefur ágæta ástæðu til að gleðjast. mbl.is/Kristinn

Þau Lilja og Ásmundur halda þingsætum sínum samkvæmt spálíkani mbl.is, sem miðar við talin atkvæði og fyrirliggjandi skoðanakannanir MMR. 

Formaðurinn Sigurður Ingi klappar fyrir nýjum tölum.
Formaðurinn Sigurður Ingi klappar fyrir nýjum tölum. mbl.is/Hófí
Ásmundur og Lilja.
Ásmundur og Lilja. mbl.is/Hófí
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert