Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Jakob Frímann inni

mbl.is

Lokatölur eru komnar í Norðausturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn fær þrjá þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn tvo og Vinstri græn tvo.

Einn þingmann fá Samfylkingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins.

Uppbótarþingmaður er Jódís Skúladóttir frá Vinstri grænum.

Framsókn bætir við sig einum þingmanni í  kjördæminu, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn halda sínum tveimur þingmönnum, á meðan Samfylkingin og Miðflokkurinn tapa einum.

Flokkur fólksins nær inn einum þingmanni í kjördæminu, eða Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni.

Fréttin hefur verið uppfærð

Lokatölur úr Norðausturkjördæmi.
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert