Lokatölur í Reykjavík suður: Birgir Ármanns inni

Lokatölur úr Reykjavík suður eru komnar í hús.
Lokatölur úr Reykjavík suður eru komnar í hús. mbl.is

Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður birti lokatölur úr kjördæminu laust eftir klukkan 4 í morgun. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig einum þingmanni frá síðustu þingkosningum 2021 en sá þingmaður er Birgir Ármannsson. Hann var áður þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Uppbótarþingmenn kjördæmisins sem stendur þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir úr Samfylkingunni og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir úr Pírötum en þessir flokkar fá tvo menn inn. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir er eini þingmaður Framsóknar í kjördæminu og Hanna Katrín sú eina úr Viðreisn. 

Lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður.
Lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður. mbl
mbl.is