Lokatölur í Suðurkjördæmi: Fjórir nýir þingmenn

mbl.is

Talningu atkvæða lauk í Suðurkjördæmi skömmu eftir klukkan sjö í morgun.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fá hvor um sig þrjá þingmenn í kjördæminu. Fjöldi þingmanna Sjálfstæðisflokksins stendur í stað frá síðustu alþingiskosningum en Framsókn bætir við sig einum þingmanni. 

Einn þingmann fá Flokkur fólksins, Samfylkingin, Miðflokkurinn og Vinstri græn, en uppbótarþingmaður kjördæmisins er sem stendur Hólmfríður Árnadóttir frá Vinstri grænum.

Tölur úr Suðurkjördæmi.
Tölur úr Suðurkjördæmi. mbl

Miðflokkurinn tapar einum þingmanni, rétt eins og Píratar. Flokkur fólksins var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir kosningar svo hann bætir við sig einum þingmanni. 

Guðrún Hafsteinsdóttir kemur ný inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson þingmenn ná einnig inn á þing fyrir flokkinn. 

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson taka ný sæti fyrir Framsóknarflokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins er einnig inni. 

Fyrir Flokk fólksins tekur Ásthildur Lóa Þórsdóttir sæti en hún er ný á þingi. 

Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er áfram Oddný G. Harðardóttir. Birgir Þórarinsson frá Miðflokknum heldur sínu sæti á þingi.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is