Merkilegt að VG sé enn stærsti vinstri flokkurinn

Katrín bendir á að Vinstri græn hafi unnið afbragðs góðan …
Katrín bendir á að Vinstri græn hafi unnið afbragðs góðan sigur í síðustu kosningum. Flokkurinn sé engu að síður áfram stærsti vinstri flokkur landsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, vaknaði ánægð í morgun, að eigin sögn. Hún segir það stórmerkilegt að Vinstri græn séu áfram stærsti vinstri flokkurinn. 

Flokknum hafði verið spáð tæplega tíu prósentum í skoðanakönnunum fyrir kosningar, en stendur nú uppi með 12,6 prósenta fylgi eftir að lokaniðurstöður kosninga liggja fyrir.

Vinstri græn ná þannig inn átta þingmönnum, en það munaði litlu að þeir yrðu níu. Þótt fylgi flokksins hafi reynst meira en skoðanakannanir gáfu til kynna er það töluvert minna en í síðustu kosningum og flokkurinn missir þannig þrjá þingmenn. 

Katrín bendir á að Vinstri græn hafi unnið afbragðsgóðan sigur í síðustu kosningum. Flokkurinn sé engu að síður áfram stærsti vinstri flokkur landsins. 

„Það er stórmerkilegt að við séum áfram stærsti vinstri flokkurinn á Íslandi eftir að við tókum ákvörðun um þetta stjórnarsamstarf.“

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar …
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Góður stuðningur við ríkisstjórnina

Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi tapað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn staðið í stað, jók Framsóknarflokkurinn við sig í þessum kosningum og ríkisstjórnin heldur því meirihluta. 

„Ríkisstjórnin fær mjög góðan stuðning í þessum kosningum,“ segir Katrín og minnir á að fyrir kosningar hafi stjórnin lýst því yfir að hún myndi ræða saman, nái hún meirihluta.

Næstu skref verði því að funda hver með sínum flokki og svo muni ríkisstjórnarflokkarnir funda um framhaldið. 

„Fólk þarf að rabba saman en líka sofa, því bestu ákvarðanirnar eru teknar eftir góðan svefn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert