Öll atkvæði talin í Reykjavík

Þá bætti Sjálfstæðisflokkur örlitlu við sig á meðan Framsókn og …
Þá bætti Sjálfstæðisflokkur örlitlu við sig á meðan Framsókn og Vinstri græn döluðu lítið, þó ekki nóg til þess að breyta kjörnum þingmönnum frá síðustu tölum. mbl.is

Lokatölur hafa nú verið birtar úr Reykjavíkurkjördæmi norður og þar með öll atkvæðin í Reykjavík.

Sjálfstæðisflokkur bætti örlitlu við sig á meðan Framsókn og Vinstri græn döluðu lítillega, þó ekki nóg til þess að breyta kjördæmakjörnum þingmönnum frá síðustu tölum.

Kjördæmakjörnir þingmenn eru Guðlaugur Þór Þórðarsson og Diljá Mist Einarsdóttir hjá Sjálfstæðisflokki, Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir hjá Vinstri grænum, Ásmundur Einar Daðason hjá Framsóknarflokki, Halldóra Mogensen hjá Pírötum, Helga Vala Helgadóttir hjá Samfylkingu, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hjá Viðreisn og Tómas A. Tómasson hjá Flokki fólksins.

Uppbótaþingmenn eru sem stendur eru Andrés Ingi Jónsson hjá Pírötum og Jóhann Páll Jóhannsson hjá Samfylkingu.

mbl.is