Ríkisstjórnin heldur velli eftir fyrstu tölur

Kosningar 2021.
Kosningar 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin heldur velli og vel það eftir að fyrstu tölur úr öllum kjördæmum hafa verið birtar. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast nú með 39 þingmenni inni. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið alls 23,9% atkvæða á landinu öllu og er sem stendur langstærstur allra flokka. Næststærstur er Framsóknarflokkurinn með 14,8% atkvæða og þar á eftir koma Vinstri græn með 14,1% atkvæða. Samfylking er sem stendur stærstur stjórnarandstöðuflokkanna með 11,2% talda atkvæða á landinu öllu. 

Í Suðvesturkjördæmi fær Sjálfstæðisflokkurinn 36,8% atkvæða eftir að fyrstu tölur hafa verið birtar og bætir flokkurinn við sig manni í kjördæminu. Vinstri græn fá tvo menn inn á þing með 13,7% atkvæða og Framsóknarflokkurinn einn með 12% atkvæða. Flokkur fólksins, Viðreisn og Píratar ná manni inn hver og Samfylking fær jöfnunarsæti. Aðrir flokkar ná ekki inn þingmanni í kjördæminu sem stendur. 

Fyrstu tölur úr Suðvesturkjördæmi.
Fyrstu tölur úr Suðvesturkjördæmi. mbl

Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær Sjálfstæðisflokkurinn 22,9% atkvæða og þannig tvo þingmenn. Vinstri græn fær tvo þingmenn inn með 15,3% atkvæða og Framsóknarflokkurinn nær manni inn. Samfylking nær tveimur önnum inn með jöfnunarsæti rétt eins og Píratar. Viðreisn og Píratar ná manni inn hvor. 

Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður. mbl

Í Reykjavíkurkjördæmi norður fær Sjálfstæðisflokkurinn 20,9% atkvæða og tvo þingmenn. Vinstri græn fær 16,6% atkvæða og þrjá þingmenn með jöfnunarsæti. Samfylking fær einn þingmann og Framsókn sömuleiðis, en Framsóknarflokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt í kjördæminu frá því í kosningunum 2017. Píratar fá tvo þingmenn með jöfnunarsæti og Flokkur fólksins og Viðreisn einn hvor. 

Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður. mbl

Í Norðvest­ur­kjör­dæmi fær Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 24,1% at­kvæða eft­ir að fyrstu töl­ur hafa verið birt­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fær 23,3% at­kvæða, Vinstri græn fá 11,1% at­kvæða og Flokk­ur fólks­ins 10%. Þá myndi Sam­fylk­ing­in fá einn mann inn á þing með 8,7% at­kvæða en aðrir flokk­ar ná ekki inn á þing sem stend­ur, fyr­ir utan Viðreisn sem fengi jöfn­un­ar­sæti. 

Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi.
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi. mbl

Í Norðaust­ur­kjör­dæmi er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stærst­ur eft­ir að fyrstu töl­ur hafa verið birt­ar með 22,2% at­kvæða. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn held­ur báðum sín­um þing­mönn­um með 19,5% at­kvæða. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með tvo menn inni með 15,1% at­kvæða og Vinstri græn og Flokk­ur fólks­ins fá einn mann hvor. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, kemst ekki inn á þing sam­kvæmt fyrstu töl­um. Viðreisn nær manni inn með jöfn­un­ar­sæti. 

Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi.
Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi. mbl

 

Í Suður­kjör­dæmi fær Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 26,3% at­kvæða eft­ir að fyrstu töl­ur hafa verið birt­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fær 21,7% at­kvæða. Flokk­ur fólks­ins, Sam­fylk­ing­in og Vinstri græn fá einn þing­mann hver og Pírat­ar ná manni inn með jöfn­un­ar­sæti. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fá þrjá þing­menn hvor. 

Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi.
Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert