Ríkisstjórnin styrktist á milli talna

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna naut 62,5% fylgis í Suðvesturkjördæmi eftir að fyrstu tölur bárust úr kjördæminu. Eftir nýjustu tölur er samanlagt fylgi flokkanna í kjördæminu 67,9%.

Aðeins fjórir þingmenn af þrettán, sem kjörnir verða í kjördæminu eins og tölur líta út núna, eru ekki í ríkisstjórnarflokkunum þremur.

Þegar á heildina er litið lítur út fyrir að ríkisstjórnin bæti við sig þremur þingmönnum, þökk sé fylgisaukningu Framsóknar upp á fimm þingmenn, og það þrátt fyrir að Vinstri græn missi tvö þingsæti.

En það er að því gefnu að engar vendingar verði, og enn er fjöldi atkvæða ótalinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert