Sigmundur segir ekki útlit fyrir neinn stórsigur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi sitt atkvæði í Garðabæ í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi sitt atkvæði í Garðabæ í dag. mbl.is/Unnur Karen

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ávarpaði flokksmenn á kosningavöku Miðflokksins á Icelandair Hotel Natura um miðnætti og viðurkenndi þar að það væri ekki útlit fyrir neinn stórsigur. 

Hann sagði mikla stemningu hafa verið fyrir flokknum síðustu daga og taldi hann eflaust eiga eftir að bæta við sig. Segir hann litla umræðu um pólitík og stjórnmál hafa átt sér stað í aðdraganda kosninganna sem henti flokknum einstaklega illa:

„Það hentar öðrum betur að fjalla ekki um pólitík. Hvernig sem fer verðum minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er þolgæði og þrautsegla, það hefur þessi flokkur. Við munum sýna það eftir þessar kosningar að við munum halda velli og vera í stöðu til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju og því sem við trúum á.“ 

Að endingu þakkaði hann félagsmönnum fyrir góða stemningu og veglega mætingu á landsvísu og endað á ákalli til landsmanna: 

„Oft var þörf fyrir róttæka skynsemihyggju, en nú er nauðsyn.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert