„Þetta er stórkostlegt“

„Þetta er stórkostlegt og þetta endurspeglar í rauninni nákvæmlega það sem við erum búin að vera að finna, þessa tilfinningu sem við höfum verið að finna og hvernig straumurinn hefur verið til okkar undanfarna sólarhringa,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, glöð í bragði eftir að fyrstu tölur bárust í Reykjavíkurkjördæmi suður í kvöld, þar sem Svandís er oddviti. 

Hún kveðst glöð með að hafa þingmann með sér í kjördæminu miðað við fyrstu tölur og þakkar málefnalegri baráttu síns fólks sveifluna sem virðist vera nú með Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

mbl.is