Vinstri græn gætu þurft að endurmeta stöðu sína

Eva Heiða Önnudóttir doktor í stjórnmálafræði.
Eva Heiða Önnudóttir doktor í stjórnmálafræði. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir fyrstu tölur kosninganna um margt athyglisverðar þó þær eigi ekki að koma neinum kunnugum pólitík á óvart. Hún segir minna fylgi Vinstri grænna geti neytt þau til þess að endurmeta stöðu sína sem kunni að hafa áhrif á skiptingu ráðuneyta.

„Vinstri græn gæti þurft að endurmeta sína stöðu sína í ríkisstjórn, miðað við þetta tap sem þetta lítur út fyrir að vera núna,“ segir Eva en bendir jafnframt á háværa kröfu kjósenda um aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum. Það kunni að veita flokknum mikinn meðbyr.

Hvað skýrir þetta mikla fall Miðflokksins?

„Við vorum með könnun í gangi á meðan kosningum stóð, þetta eru óbirt gögn. Þar gátum við séð hvaða flokkar voru að keppa um sömu kjósendur. Þar sjáum við að Miðflokkurinn var mest að keppa um hylli kjósenda við sjálfstæðisflokkinn, þar á eftir Framsókn og Flokk fólksins. Það að þessir þrír síðastnefndu séu allir að bæta við sig fer langa leið með það að skýra fall Miðflokksins.“

Eva minnir á að enn eigi eftir að telja fjölda atkvæða en segir niðurstöðurnar ekki eiga að koma neinum kunnugum pólitík á óvart: „Þó á eftir að telja mörg utankjörfundaratkvæði og þó þau breyti væntanlega ekki stóru myndinni geta þau fært menn fram og til baka.“

Miðflokkurinn keppir við Sjálfstæðisflokkinn

Hún segir að endingu mikilvægt að árétta að með Miðflokkinn og Framsókn hafi ekki endilega verið keppa um hylli sömu kjósenda:

„Oft heldur maður það vegna þess að miðflokkurinn hafi átt uppruna í Framsókn þá hefur hann líklega verið að taka meira frá Sjálfstæðisflokknum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert