Vonaðist eftir hærri tölum en bjartsýn

„Ég auðvitað vonaðist eftir, svona hærri tölum og þessi nótt verður held ég litríkari en við sjáum núna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir eftir að tölur úr Reykjavíkurkjördæmunum höfðu verið lesnar upp tvisvar í nótt.

Hún kveðst ánægð með að Jóhann Páll Jóhannsson sé inni á þingi miðað við fyrirliggjandi tölur og líklegt að utankjörfundaratkvæðin muni spila stórt hlutverk. 

„Núna er bara uppskeruhátíð,“ sagði Helga Vala og hrósaði sjálfboðaliðum sem unnið hafa í kosningabaráttu Samfylkingarinnar. 

Helga sagðist vera komin langt fram yfir háttatíma og myndi mögulega sofna á sófanum í kosningateitinu. 

mbl.is