Nýr þingflokkur Vinstri grænna beið ekki boðanna

Þingmennirnir voru kátir þrátt fyrir að löng nótt væri að …
Þingmennirnir voru kátir þrátt fyrir að löng nótt væri að baki. mbl.is/Ari Páll

Nýbakaðir og örþreyttir þingmenn Vinstri grænna komu saman í þingflokksherbergi sínu í gær eftir langa vökunótt og örlítinn lúr, þar sem drukkið var lútsterkt kaffi og farið yfir stöðuna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í þingflokki Vinstri grænna eru nú átta þingmenn, þremur færri en eftir kosningarnar 2017, en síðan höfðu að vísu tveir gengið til liðs við aðra flokka. Í honum sitja nú fjórir vanir þingmenn og fjórir nýliðar.

Ríkisstjórnarflokkarnir juku þingmeirihluta sinn í alþingiskosningunum á laugardag og stjórnarandstöðuflokkarnir fengu engan veginn það fylgi, sem þeir höfðu talið innan seilingar. Framsóknarflokkur vann mikinn sigur og hefur nú 13 þingmenn, en Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn fóru nærri því að halda fyrri styrk.

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagst ætla að ræða saman, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir blasa við að stjórnarflokkarnir ræði saman um áframhaldandi samstarf. Nýjar kosningar marki þó alltaf nýtt upphaf og það þurfi allir flokkar að ræða sín á milli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »