Skoða þarf húsakynni Alþingis vegna kosninganna

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.
Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir að þurfi að ráðast í endurskipulagningu á skrifstofu Alþingis. Eins og tíðkast eftir kosningar breytist hversu mikið rými einstakir þingflokkar þurfa til sinna starfa. 

„Nú förum við að skoða húsakynnin. Það þarf að skoða þingflokksherbergin og skrifstofu þingmanna en það verkefni bíður okkar að raða í þau,“ segir Ragna við mbl.is.

Ragna segir einnig að boðið verði upp á námskeið fyrir nýkjörna þingmenn, þar sem farið er yfir hvernig þingstörf ganga fyrir sig. 

„Námskeiðið er í boði fyrir nýkjörna þingmenn sem koma nýir inn á þing. Þar er fjallað um þingstörfin, bæði í þingsal og nefndarstörfin og ýmis atriði sem viðkemur því. Svo er líka verið að fræða um alls konar þjónustu sem stendur til boða, þannig að þetta er hefðbundið námskeið sem er boðið upp á.

25 nýir þingmenn

Alls bætast við 25 nýir þingmenn eftir kosningarnar, eitthvað sem getur þó enn skolast til ef til frekari endurtalningar kemur, t.d. í Suðurkjördæmi.

„Það má búast við því að það verði fjölsótt,“ segir Ragna um námskeið fyrir nýkjörna þingmenn og bætir við:

„Það eru náttúrulega orðnar svolitlar breytingar á sumum flokkumHúsakynnin eru eins og þau eru, það er ekkert allt of mikið af plássi, þannig að við þurfum að skoða þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert