Skoðanakannanir á réttu róli

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og …
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrslit alþingiskosninga virtust koma ýmsum á óvart og var þá jafnan vísað til kannana í liðinni viku, sem sýndu að ríkisstjórnarmeirihlutinn væri fallinn. Þær kannanir sýndu hins vegar aðeins hvernig staðan var á hverjum tíma og drógu ekki fram hvert óákveðnir leituðu.

Fylgishreyfingar í lokavikunni gáfu hins vegar skýrt til kynna hvert stefndi. Til hliðar gefur að líta fylgisþróun hvers flokks í þremur síðustu könnunum MMR, sem teknar voru í lokavikunni fyrir kosningar, auk kosningaúrslita. Þar má yfirleitt greina þær hreyfingar á fylgi, sem á daginn komu í talningunni.

Þannig virðist fylgi Sjálfstæðisflokks haldið áfram að aukast línulega fram á kjördag, en fylgisaukning Framsóknar hélt áfram þótt hún hægði ögn á sér. Helstu undantekningar eru Viðreisn, sem virðist hafa fatast flugið á lokametrunum, og Vinstri græn, sem augljóslega áttu inni um 3,5% umfram það sem kannanir gáfu til kynna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »