Þingflokkur sjálfstæðismanna fundar um stöðuna

Létt var yfir þingmönnunum nýbökuðu í dag.
Létt var yfir þingmönnunum nýbökuðu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman í Alþingishúsinu klukkan tíu í morgun og fór yfir stöðuna í kjölfar alþingiskosninga helgarinnar. Þingmannafjöldi flokksins stendur í stað á milli kosninga en nokkuð er um ný andlit og eru þau fjögur af þeim sextán sem náðu kjöri í kosningunum á laugardag. 

Nokkuð létt var yfir nýbökuðum þingmönnum þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og mun Framsóknarflokkurinn funda síðdegis.

Hér sjást nokkur ný andlit, f.v. Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind …
Hér sjást nokkur ný andlit, f.v. Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Við hlið þeirra situr reynsluboltinn Ásmundur Friðriksson. Hinum megin við hann situr nýi þingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir en við hennar hlið er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem er sannarlega enginn nýgræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forystumenn stjórnarflokkanna ætla að ræða saman 

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir juku þing­meiri­hluta sinn í alþing­is­kosn­ing­un­um á laug­ar­dag og stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir fengu eng­an veg­inn það fylgi, sem þeir höfðu talið inn­an seil­ing­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur vann mik­inn sig­ur og hef­ur nú 13 þing­menn, en Sjálf­stæðis­flokk­urinn stóð nánast í stað á meðan VG missti þrjá þingmenn. 

For­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa sagst ætla að ræða sam­an, en Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir blasa við að stjórn­ar­flokk­arn­ir ræði sam­an um áfram­hald­andi sam­starf. Nýj­ar kosn­ing­ar marki þó alltaf nýtt upp­haf og það þurfi all­ir flokk­ar að ræða sín á milli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert