Píratar vilja að kosið verði aftur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á kosningavöku Pírata á laugardaginn.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á kosningavöku Pírata á laugardaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, talsmaður Pírata, segir ekkert annað í stöðunni en að boðið verði til uppkosningar í kjölfar bókunar Kristínar Edwald eftir fund landskjörstjórnar. Hið nýkjörna Alþingi mun nú skera úr um hvort kosningin í kjöræminu standi eður ei.

Í bókun landskjörstjórnar kom fram að ekki hafi borist staðfest­ing frá yfir­kjör­stjórn Norðvest­ur­kjör­dæm­is um að meðferð kjör­gagna hefði verið full­nægj­andi.

Teljið þið í Pírötum að ógilda ætti kosninguna?

„Já, okkar oddviti er náttúrulega búinn að kæra þessa framkvæmd og fer fram á endurtalningu. Við erum sammála honum,“ segir Þórhildur Sunna.

Og ætti í kjölfarið að boða til uppkosningar?

„Við sjáum ekki hvað er annað í stöðunni og mér sýnist landskjörstjórn vera að segja það sama.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert