Ræða málin í Ráðherrabústaðnum

Katrín Jakobsdóttir í Stjórnarráðinu í gær.
Katrín Jakobsdóttir í Stjórnarráðinu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafa setið á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun.

Þetta herma heimildir mbl.is.

Þar halda þau áfram fundahöldum sínum frá því í gær er þau ræddu málin í Stjórnarráðinu.

Fram kom í máli þeirra að þau ætluðu að gefa sér þessa viku til að ræða möguleikann á áframhaldandi stjórnarsamstarfi eftir alþingiskosningarnar um helgina.  

Ráðherrabústaðurinn.
Ráðherrabústaðurinn. mbl.is/Unnur Karen

Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið ákveðinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu, en þeir fara venjulega fram á þriðjudögum og föstudögum.

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar …
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is