Guðmundur leggur fram kosningakæru

Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.
Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, hefur lagt fram kosningakæru til Alþingis. „Þar er þess krafist að Alþingi úrskurði kosningu allra framboða í Norðvesturkjördæmi ógilda,“ segir í færslu Guðmundar á Facebook.

Eft­ir end­urtaln­ingu at­kvæða í Norðvest­ur­kjör­dæmi kom í ljós að Guðmund­ur, odd­viti flokks­ins í ­kjör­dæminu sem áður mæld­ist inni, tæki ekki sæti á þingi.

„Því meira sem maður kafar ofan í þetta mál því grunsamlegra verður það. Sleifarlagið er svo yfirgengilegt að það verður sífellt erfiðara að fallast á eftiráskýringar. Ég neita til dæmis að trúa því að þaulvönu talningafólki sé ekki treystandi til að telja skammlaust upp á fimmtíu. Aftur og aftur,“ segir Guðmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert