Samfélagsmiðlar loga vegna ákvörðunar Birgis

Samsett mynd

Samfélagsmiðlar loga vegna fregna um að Birgir Þórarinsson hafi sagt sig úr Miðflokknum og ætli að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingarnar eru þær að einungis tveir þingmenn Miðflokksins standa eftir, þeir Sigumundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. 

Birgir sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að rekja megi ákvörðun hans allt aftur til uppákomunnar á Klaustri þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sátu saman og létu ýmis umdeild ummæli falla um aðra þingmenn og fleiri.

Umrædd uppákoma átti sér stað fyrir þremur árum síðan og þykir því mörgum netverjum heldur seint í rassinn gripið. 

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir þessa ákvörðun Birgis sýna að staða Miðflokksins sé ekki góð.

Þeir sem kusu Birgi í Suðurkjördæmi héldu sig væntanlega vera að kjósa Miðflokksmann en nú er Birgir orðinn Sjálfstæðismaður. Jónas Már Torfason, sem virðist ekki vera kjósandi Miðflokksins segir hegðun Birgis jaðra við kosningasvik.

Egill Helgason fjölmiðlamaður segist hafa talið víst að Birgir myndi taka þetta skref. Í ummælum við færslu hans á Facebook spyr Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvort Birgir sé með þessu að reyna „hefna sín“ á Sjálfstæðisflokknum.

Netverjar fara ekki fögrum orðum um Birgi, sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis kallar mannleysu vegna orðræðu hans í kringum frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof.

Árni Páll Árnason, fyrrum ráðherra, tjáir sig um málið:

Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar og fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, segir að snúningur Birgis hljóti að jaðra við Íslandsmet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert