Stjórn Miðflokksins fundar um stöðuna

Karl Gauti, Bergþór og Sigmundur.
Karl Gauti, Bergþór og Sigmundur. mbl.is/Hari

Stjórn Miðflokksins fundar nú um þá stöðu sem komin er upp í kjölfar þess að Birgir Þórarinsson, fyrrum þingmaður flokksins, ákvað að ganga úr flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Nú eru þingmenn Miðflokksins tveir, í stað þriggja áður, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason.

Hvorugur þeirra hefur svarað símtölum frá mbl.is það sem af er degi.

Sigmundur og Bergþór eru á umræddum fundi ásamt Karli Gauta Hjaltasyni, fyrrverandi þingmanni Miðflokksins sem útlit var fyrir að kæmist inn á þing að nýju áður en endurtalið var í Norðvesturkjördæmi, og fleirum.

mbl.is