Lenya gagnrýnir Jóhann Pál

Lenya Rún og Jóhann Páll.
Lenya Rún og Jóhann Páll.

Lenya Rún Taha Karim, fram­bjóðandi sem skipaði þriðja sæti á lista Pírata í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í alþing­is­kosn­ing­um, gagnrýnir Jóhann Pál Jóhannsson, nýkjörinn þingmann Samfylkingarinnar, fyrir ummæli hans sem birtust í Morgunblaðinu í dag.

Jóhann Páll, sem komst inn eftir að talið var aftur í Norðvesturkjördæmi, á sama tíma og Lenya Rún datt út, sagðist aðspurður sjá tvo möguleika í stöðunni sem uppi er eftir kosningarnar.

Ann­ars veg­ar að það verði upp­kosn­ing í Norðvest­ur­kjör­dæmi eða þá að loka­taln­ingin gildi.

Sjálf skilaði Lenya inn kæru til kjör­bréfa­nefnd­ar Alþing­is í síðustu viku vegna kosninganna.

Ekki í stöðunni að fyrri talning verði látin gilda

„Mér sýn­ist, ef maður skoðar bæði lög­in um kosn­ing­ar til Alþing­is og horf­ir raun­sætt á póli­tísku stöðuna, að val­mögu­leik­arn­ir séu helst tveir. Annaðhvort verði farið í upp­kosn­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi - það er það sem lög­in gera ráð fyr­ir ef mis­brest­irn­ir eru svo mikl­ir að Alþingi telji að það eigi að ógilda kosn­ing­una - eða þá að loka­taln­ing­in, sem yf­ir­stjórn­in í Norðvest­ur skilaði af sér, gildi,“ sagði Jóhann Páll.

„Verk­efni kjör­bréfa­nefnd­ar sam­kvæmt þing­skap­a­lög­um er að rann­saka þau kjör­bréf sem gef­in hafa verið út og svo tek­ur Alþingi í heild af­stöðu til þess hvort þing­menn séu lög­lega kosn­ir, sam­an­ber 46. grein stjórn­ar­skrár.“

Þá sagðist hann ekki sjá í stöðunni að fyrri taln­ing í Norðvest­ur­kjör­dæmi verði lát­in gilda.

„Ég hef ekki séð skyn­sam­leg lagarök fyr­ir því að það verði tekið fram fyr­ir hend­ur yfir­kjör­stjórn­ar og töl­ur sem voru til­kynnt­ar fyrr í taln­ing­ar­ferl­inu í Norðvest­ur­kjör­dæmi látn­ar gilda, ég sé ekki að það geti orðið niðurstaðan.“

Bætti hann við að hann sæi ekki fyr­ir sér að kosn­ing­arn­ar yrði dæmd­ar ógild­ar á landsvísu.

Seinni tölur byggist á spilltum kjörgögnum

Lenya Rún virðist taka þetta óstinnt upp, eða eins og hún orðar það í tísti nú fyrir hádegi:

„Þingmaður sem komst inn á seinni tölum í NV-kjördæmi sér bara tvennt í stöðunni: uppkosning eða seinni tölur. Seinni tölur byggja augljóslega á spilltum kjörgögnum - er það svona sem [Jóhann Páll] ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“ spyr Lenya.

Jóhann Páll svarar fyrir sig:

Ég bendi á að þetta eru möguleikarnir sem kosningalög og þingsköp gera ráð fyrir, ég styðji kæru vegna framkvæmdar í NV og það geti vel farið svo að ég greiði atkvæði gegn lögmæti eigin kosningar. Spillt eða óheiðarlegt? Verður bara hver að dæma fyrir sig.

mbl.is