Hafa gögnin undir höndum

Frá fundi undirbúningsnefndarinnar.
Frá fundi undirbúningsnefndarinnar. mbl.is/Unnur Karen

Lögreglan á Vesturlandi afhenti undirbúningsnefnd kjörbréfa gögn er varða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi í dag. Þetta staðfestir Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri í samtali við mbl.is, en nefndin hafði óskað eftir því að fá gögnin afhent fyrir lok dags í dag. 

Nefndinni hafði ekki verið afhent gögnin þegar mbl.is náði tali af Birgi Ármannssyni, formanni nefndarinnar, síðdegis í dag. 

Ákveðið var á fundi nefnd­ar­inn­ar á miðviku­dag að óska eft­ir gögn­um frá lög­reglu sem kunna að nýt­ast við mat á lög­mæti kosn­ing­anna, að því gefnu að lög­regl­an geti af­hent þau. 

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í vik­unni lauk rann­sókn lög­reglu á þriðju­dag. Er málið nú til meðferðar á ákæru­sviði sem tek­ur ákvörðun um fram­haldið. 

Samkvæmt Gunnari er aðkomu lögreglunnar að málinu lokið í bili. 

mbl.is