Logi Einarsson situr áfram í bili

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann sé formaður í augnablikinu, en að landsfundur flokksins verði haldinn á næsta ári.

Nokkuð hefur verið rætt um forystumál Samfylkingarinnar í ljósi dræms árangurs flokksins í nýliðnum þingkosningum, en þingmenn flokksins, sem Morgunblaðið ræddi við, telja ekkert liggja á í þeim efnum. Brýnna sé að leggja drög að sveitarstjórnarkosningum næsta vor og ná vopnum í stjórnarandstöðu, sem þeir telja blasa við.

Hins vegar var nefnt að kosningaúrslitin kölluðu á naflaskoðun hjá flokknum. Hún gæti hvorki einskorðast við forystumálin, innra skipulag né hvað úrskeiðis hefði farið í kosningabaráttunni. Vandinn væri djúpstæðari en svo og athyglin þyrfti að beinast að inntaki flokksins og erindi hans við kjósendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »