Vafamál gætu risið við uppkosningar

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dómsmálaráðuneytið útilokar ekki að við skipulagningu og framkvæmd uppkosninga, komi til þeirra, geti komið í ljós enn fleiri vafaatriði en þau sem fjallað hefur verið um að undanförnu. Um þau geti svo risið ágreiningur.

Á þetta bendir ráðuneytið í minnisblaði sem sent hefur verið Alþingi, um þær reglur sem gilda um uppkosningar á grundvelli 115. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Í minnisblaðinu ítrekar ráðuneytið að fáum skýrum lagareglum um uppkosningar sé til að dreifa. Slíkar kosningar hafi ekki farið fram áður í heilu kjördæmi. Í lögum um kosningar til Alþingis sé hvorki að finna heildstæða umfjöllun um framkvæmd uppkosninga né skilgreiningu á því hugtaki. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »