Funda áfram í vikunni

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fór í vettvangsferð í Borgarnes.
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fór í vettvangsferð í Borgarnes. mbl.is/Theódór Kr. Þórðarson

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa mun áfram funda daglega í vikunni en gagnaöflun hennar er á lokametrunum að sögn Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar. Enn er óljóst hvenær nefndin nái að klára tillögur til úrlausnar þeirra álitamála sem hafa komið upp í sambandi við alþingiskosningar.

„Á morgun og eftir atvikum á þriðjudag erum við að klára að fara yfir hvað okkur vantar af upplýsingum. Við erum líka að ræða lögfræðileg atriði varðandi málsmeðferð nefndarinnar og fara yfir svoleiðis. Það form sem við þurfum sjálf að fara eftir. Síðan í framhaldinu geri ég mér vonir um það að við getum farið að ræða um þau atriði sem kalla á mat af hálfu nefndarinnar og eftir atvikum að byrja þá að undirbúa einhverja niðurstöðu,“ segir Birgir en ítrekar að það geti tekið nefndina nokkurn tíma að fara yfir þessi matskenndu álitamál.

Farið eins langt og við getum

Í síðustu viku voru nefndarmenn farnir að gera sér vonir um að nefndin gæti klárað sitt verkefni í þessari viku að sögn Birgis er erfitt að segja til um hvað ferlið taki langan tíma:

„Ég get ekkert útilokað en ég segi bara að við stefnum að því að fara eins langt og við getum en maður bara verður að sjá hvernig hlutunum vindur fram. Það er ekkert mikið eftir í gagnaöflun en síðan þarf nefndin auðvitað að taka sér tíma í að ræða hlutina og það er enginn sem getur sagt fyrir fram hvort það taki 12 fundi eða fimm.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert