„Fáránlegt“ hversu viðræðurnar taka langan tíma

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir.

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir það fáránlegt hversu stjórnarmyndunarviðræðurnar taki langan tíma.

Í tísti sínu á Twitter segir hún það óeðlilegt ástand að þingið hafi ekki verið að störfum mánuðum saman og stór mál fái ekki umræðu á þingi.

For­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja funduðu um síðustu helgi og eru farn­ir að leggja drög að stjórn­arsátt­mál­an­um. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í byrjun vikunnar að hugsanlega muni draga til tíðinda undir lok vikunnar. 

Kalla þarf Alþingi sam­an ekki síðar en 4. des­em­ber og leggja fram fjár­laga­frum­varp.

Stjórn­arþing­menn, sem Morg­un­blaðið ræddi við fyrr í vikunni, sögðust ekki vera mjög áhyggju­full­ir og sögðu þeir eng­ar lík­ur á öðru en að flokk­arn­ir nái sam­an. Hins veg­ar hafi senni­lega of mik­ill tími farið í að ræða nokk­ur ágrein­ings­efni, sem ekki verði gert út um á nokkr­um dög­um eða vik­um. Þar ræðir um gam­al­kunn­ug þrætu­epli á borð við land­vernd og ork­u­nýt­ingu.

mbl.is