Flokks­stofn­an­ir funda um stjórnarsáttmálann

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. mbl.is/Óttar

Flokkstofnanir Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja nú á fundum um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 

Leggi þær bless­un sína yfir stjórn­ar­sam­starfið verður boðað til þing­flokks­funda stjórn­ar­flokk­anna í fyrra­málið þar sem for­menn flokk­anna munu hver fyr­ir sig leggja fram til­lögu að skip­an ráðherra­embætta á veg­um flokk­anna.

Þegar mbl.is ræddi við Birgi Ármannsson, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, töldu þau ólíklegt að nokkuð yrði flokkstofnunum til fyrirstöðu að samþykkja stjórnarsáttmálann. 

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, á Grand hótel.
Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, á Grand hótel. mbl.is/Óttar

Ljósmyndari mbl.is náði þessum myndum af fundum Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokksins sem hófust fyrir stuttu.

Til stend­ur að óbreyttu að hin nýja rík­is­stjórn verði kynnt á blaðamanna­fundi á morgun kl. 13, þar sem grein verður gerð fyr­ir nýj­um stjórn­arsátt­mála, breyttri skip­an ráðuneyta og hverj­ir muni gegna ráðherra­embætt­um í stjórn­inni.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Óttar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Óttar
Ágústa Guðmundsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður, mætir til fundar …
Ágústa Guðmundsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður, mætir til fundar í dag.
mbl.is