Leggja áherslu á loftslags- og heilbrigðismál

Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi á Kjarvalsstöðum.
Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi á Kjarvalsstöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Stjórnarsáttmálinn snýst fyrst og fremst um stóru áskoranirnar framundan,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum þar sem nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar var kynntur.

Lögð er áhersla í sáttmálanum á loftslagsvána og umhverfismál. Einnig má þar finna ríka áherslu á heilbrigðis- og öldrunarmál.

Viðbrögð við tæknibreytinum verða sömuleiðis áberandi í sáttmálanum.

Lögð verður áhersla á innlenda matvælaframleiðslu í nýju sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. 

Dómsmálaráðuneytið mun breyta um nafn og kallast innanríkisráðuneytið. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Kjarvalsstöðum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Kjarvalsstöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson sagði að lögð sé áhersla á mál tengd orkuskiptum í sáttmálanum. Hvað efnahagsmálin varðar verður lögð áhersla á að gæta að efnahagslegum stöðugleika í þágu heimilanna og atvinnulífsins.

Sigurður Ingi Jóhannsson sagði samstarfssáttmálann grundvallast á áskorunum og þeirri reynslu sem flokkarnir þrír hafa byggt upp. Hann sagði Framsóknaflokkinn ætla að halda áfram að fjárfesta í fólki í sínum ráðuneytum. 

Opinberri fjárfestingu verður haldið áfram í innviðum.

Katrín Jakobsdóttir sagði VG hlakka mjög til að takast á við ný verkefni innan nýju ríkisstjórnarinnar. Lögð verður áhersla á að tryggja kjör vinnandi fólks í breytilegum heimi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina