Fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk

Borgarhverfin í Reykjavík eiga að vera ólík, þannig fjölgar búsetukostum borgarbúar, segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi. Fólkið í borginni sé misjafnt með misjafnar þarfir og því þurfi að sýna umburðarlyndi.

Hildur hefur gefið kost á sér til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í komandi borgarstjórnarkosningum, en búist er við því að prófkjör um efstu sæti á lista fari fram síðla í febrúar að óbreyttu. Hún er í viðtali dagsins í Dagmálum, streymi Morgunblaðsins. Þáttinn allan má nálgast með því að smella hér.

„Það hefur stundum gerst í þessari umræðu að meirihlutaflokkarnir vilja ráðast að fólki, sem vill búa í úthverfi eða þarf nauðsynlega vilja ráðast að fólki, sem velur að búa í úthverfi eða þarf nauðsynlega að nota bíl í sínu daglega amstri,“ segir Hildur en segir að svarið við því sé ekki að snúast beint í mót.

„Mér hefur stundum þótt sem fólki þyki eina svarið við þessum öfgafulla málflutningi vera að láta fólk sem vill hjóla leiðar sinnar eða drekka latte fara í taugarnar á sér. Eigum við ekki bara öll að fá að vera eins og við erum? Við sem trúum á frelsið vitum að ein grunnforsenda frelsisins er umburðarlyndið og við þurfum að geta sýnt valkostum annarra umburðarlyndi. Ég vil bara fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk, þar sem allir geta valið sinn lífsstíl eftir eigin höfði og við látum það bara í friði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert