Ágúst sækist ekki eftir endurkjöri

Ágúst Sigurðsson.
Ágúst Sigurðsson. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, mun ekki sækjast eftir endurkjöri.

Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni. Ágúst sem setið hefur í sveitarstjórn Rangárþings ytra í átta ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segir það hafa gengið afbragðsvel með góðum félögum.

„Fjárhagur sveitarfélagsins stendur styrkum fótum – allt tilbúið í stærsta framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins hingað til – endurnýjun skólahúsa á Hellu sem nú er að hefjast. Mikil uppbygging í gangi, dregið um lóðir, íbúðir spretta upp, ný hverfi skipulögð og íbúum fjölgar í stöðugum takti. Næg atvinna, kraftur í fólki og sveitirnar blómstra sem aldrei fyrr,“ segir í færslu Ágústs.

Hann segir tvö kjörtímabil hafa verið takmarkið og muna sigurviss afhenda keflið næsta teymi með hvatningarorðum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert