Fjórir vilja oddvitasætið á Nesinu

Frá Seltjarnarnesi.
Frá Seltjarnarnesi. mbl.is

Fjórir gefa kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí. Það eru þau Magnús Örn Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Ragnhildur Jónsdóttir varabæjarfulltrúi, Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur og Þór Sigurgeirsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri leitaði ekki endurkjörs.

Prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fer fram laugardaginn 26. febrúar, en framboðsfrestur rann út í gærkvöld.

Alls gáfu ellefu manns kost á sér í prófkjörið, þar af fjórir í efsta sæti. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 46,3% atkvæða í kosningunum 2018 en hélt meirihluta bæjarfulltrúa naumlega. Þá var í framboði nýr listi sem margir litu á sem klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, en náði ekki inn manni og er óvíst að hann bjóði fram á ný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »