Ragnhildur vill verða oddviti á Seltjarnarnesi

Ragnhildur Jónsdóttir.
Ragnhildur Jónsdóttir. Ljósmynd/Ragnhildur Jónsdóttir

Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi, býður sig fram til efsta sætis á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjör flokksins fer fram 26. febrúar næstkomandi.

Í fréttatilkynningu um framboð sitt segir Ragnhildur að hún leggi áherslu á að álögur á Seltjarnarnesi séu lágar og að þjónusta bæjarins sé framúrskarandi.

„Við þurfum að fara vel með skattfé og gæta að því að rekstur bæjarins sé sjálfbær og staða hans sé þannig að við ráðum við sveiflur vegna utanaðkomandi áfalla. Skólarnir á Seltjarnarnesi eiga að vera fyrsta flokks og bærinn á að nýta sér tæknina bæði til sparnaðar og bættrar þjónustu við íbúa,“ segir Ragnhildur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert