Glansmyndir í Firðinum

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sakar sjálfstæðismenn um að draga upp glansmynd af vexti bæjarins og telur fjárhag bæjarins ekki standa jafntraustum fótum og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, vilji vera láta.

Rósa blæs á það og segir að helsti fjárhagsvandi bæjarins stafi af óstjórnlegri skuldasöfnun Samfylkingarinnar fyrr á árum. Það hafi einmitt verið eitt helsta starf meirihluta Sjálfstæðisflokksins undanfarin tvö kjörtímabil að vinda ofan af þeim skuldavanda og hafi orðið vel ágengt.

Þetta kemur fram í fjörlegum orðaskiptum oddvitanna í oddvitaumræðum í Hafnarfirði, sem birtast í Dagmálum í dag, Dagmál eru streymi Morgunblaðsins á netinu, en umfjöllun um komandi kosningar er öllum opin.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »