Borgin byggi sjálf félagslegt húsnæði

Sanna Magdalena Mörtudóttir í Dagmálum.
Sanna Magdalena Mörtudóttir í Dagmálum. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Sósíalistar í Reykjavík telja borgarlínu ekki vera þá heildarlausn sem þarf í almenningssamgöngumálum og myndu vilja endurskoða samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu kæmust þeir í þá stöðu að leiða meirihluta í borgnni að kosningum loknum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sósíalista í Reykjavík, er gestur í Dagmálum.

Eitt helsta stefnumál Sósíalista í húsnæðismálum í borginni er að borgin byggi þrjú þúsund félagslegar íbúðir án milliaðila og eyði þar með öllum biðlistum eftir félagslegu húsnæði.

Hún segist vilja vinna með hvaða flokki sem er sem er tilbúinn að vinna til vinstri. Þá segir hún núverandi meirihluta í borginni ekki nægilega vinstrisinnaðan og bendir sérstaklega á veru Viðreisnar í meirihlutanum.

Máli sínu til stuðnings vísar Sanna til verkefna á vegum borgarinnar sem hafi verið útvistað.

Þá nefnir hún að verkfall hafi þurft til að kröfum verka- og láglaunafólks í vinnu hjá borginni yrði mætt.

Sanna segist njóta starfs síns sem borgarfulltrúi enda fái hún að vinna náið með fólki og hlusta á raddir borgarbúa. Hún segist hafa heyrt ýmsar átakanlegar sögur, til dæmis af reynslu fólks sem á í samskiptum við innheimtufyrirtæki.

Sósíalistar í Reykjavík hafa lagst gegn því að borgin notfæri sér þjónustu innheimtufyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert