Flestir tengja við Aðalstein

Aðalsteinn Haukur Sverrirsson skipar fjórða sæti á lista Framsóknarflokksins í …
Aðalsteinn Haukur Sverrirsson skipar fjórða sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Fimm prósent Reykvíkinga, sem þreytt hafa kosningapróf Rúv, samsvara sér best með Aðalsteini Hauki Sverrissyni. 

Aðalsteinn situr í fjórða sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, af svöruninni að dæma mætti velta því fyrir sér hvort kjósendur vilji hafa hann ofar. 

Í kosningaprófi Rúv fyrir sveitarstjórnarkosningarnar má sjá, hjá hve stórum hluta svarenda, hver og einn frambjóðandi reynist efstur, þ.e. mesta samræmið milli svara viðkomandi frambjóðanda og þess sem þreytir prófið. 

Töluvert á milli Aðalsteins og næstu manna

Aðalsteinn Haukur Sverrisson er í efsta sæti hjá fimm prósent þeirra sem hafa tekið kosningaprófið, þegar þessi frétt er skrifuð.

Næstur á eftir honum eru þeir Gísli Sigurjón Brynjólfsson, einnig framsóknarmaður,  Helgi Örn Viggósson, fyrir Ábyrga framtíð og Skúli Helgason á lista Samfylkingarinnar, en þeir eru í efsta sæti hjá tveimur prósentum svarenda. 

Þannig nýtur Aðalsteinn töluverðrar sérstöðu hvað varðar sammæli með kjósendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert