Borgarlína eða Gullvagninn?

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Skjáskot

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði fullkominn einhug ríkja á meðal frambjóðenda á sínum lista um samgöngumál og afstöðu til Borgarlínu. 

Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn vilji „hágæða almenningssamgöngur“. Var Hildur innt eftir því hvað það þýði og hvort að það sé annað heiti yfir Borgarlínu. „Við viljum byggja hér upp hágæða almenningssamgöngukerfi. Það má heita Borgarlína, það má heita Gullvagninn, mér er alveg sama. Ég vil að það virki,“ sagði Hildur.

Hún segist hafa áhyggjur af því að hvorki liggi fyrir endanlegur kostnaður verkefnisins né hvernig á að reka það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert