Enn hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla lokar klukkan fimm í dag í Reykjavík.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla lokar klukkan fimm í dag í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Töluvert minni aðsókn er í utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Reykjavík í dag en í gær, enda opnuðu flestir kjörstaðir á slaginn níu í morgun.

Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel hingað til en nokkur þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar síðustu daga.

Sýslumaðurinn segir daginn leggjast vel í sig en hún var sjálf að fara að greiða atkvæði á sínum kjörstað þegar blaðamaður náði til af henni.

Opið verður fyrir utankjörstaðkosningu til klukkan fimm í dag en kjósendur verða sjálfir að sjá til þess að atkvæði þeirra komist til skila á réttu staði.

Sigríður bendir því fólki að fara á kjörstaðinn sinn standi það til boða, en ef ekki þá er hitt úrræðið að sjálfsögðu til staðar.

mbl.is