Fyrstu tölur úr Eyjum: Meirihlutinn heldur

Fyrstu tölur frá Vestmannaeyjum eru komnar.
Fyrstu tölur frá Vestmannaeyjum eru komnar. mbl.is

Ef marka má fyrstu tölur úr Vestmannaeyjum heldur meirihlutinn með 55,3% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 44,8% atkvæða. 

1609 atkvæði hafa verið talin, 3283 eru á kjörskrá. Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig manni en það má rekja til þess að bæjarfulltrúum hefur verið fjölgað um tvo, úr sjö í níu. 

Fyrstu tölur

D – Sjálfstæðisflokkurinn: 709 atkvæði

E – Eyjalistinn: 338 atkvæði 

H – Fyrir Heimaey: 536 atkvæði 

Sextán skiluðu auðu og tíu atkvæði voru ógild.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert