Hvunndagshetja fannst á Twitter

Ráðhús Reykjavíkurborgar.
Ráðhús Reykjavíkurborgar. mbl.is/Hari

Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í kvöld á Twitter eftir fari fyrir atkvæði sem þurftu að komast í Reykjanesbæ fyrir lokun kjörstaðar klukkan tíu í kvöld. 

Það leið ekki langur tími þar til annað tíst birtist af reikningi Reykjavíkurborgar þar sem hvunndagshetja hafði gefið sig fram, tilbúinn til að taka atkvæðin með sér á kjörstað

mbl.is