Kjósendur kalla á betri samvinnu

Axel Örn Sveinbjörnsson
Axel Örn Sveinbjörnsson Ljósmynd/ Framsókn og óháðir

„Þetta kallar á að við þurfum að vinna betur saman,“ segir Axel Örn Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins og óháðra í Vopnafirði.

Nýtt framboð Vopnafjarðarlistans nær inn þremur mönnum í Vopnafirði en Framóknarflokkurinn og óháðir halda þó meirihluta í bæjarstjórn með fimm atkvæðum. 

„Ég get ekki verið annað en sáttur við þessa niðurstöðu, nú munum við setja fókus á Sundabúð [hjúkrunarheimilið] og innviðina hjá okkur.“

Helmingur kalli á breytingar.
Helmingur kalli á breytingar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Svekkjandi að vera svona nálægt meirihluta

Bjartur Aðalbjörnsson, oddviti Vopnafjarðarlistans, kveðst stoltur af því að ná inn þremur mönnum með nýtt framboð. 

„Það er samt svekkjandi að vera svona nálægt því að ná meirihluta.“

Bjartur bendir á að niðurstöður kosninga leiði í ljós að um helmingur bæjarbúa vilji breytingar.

Hvort honum takist að ná fram þeim breytingum með þrjá menn í bæjarstjórn, fer eftir því hvort Framsóknarflokkurinn loki augunum fyrir þeim atkvæðafjölda sem Vopnafjarðalistinn fær, að sögn Bjarts.

mbl.is