Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, kveðst ekki hafa átt í neinum samræðum við oddvita annarra flokka í borgarstjórnarkosningum, um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili.
Neitaði hann því, aðspurður í umræðuþætti ríkisútvarpsins í nótt.
Sagði hann sín fyrstu símtöl myndu verða til að taka á móti árnaðaróskum.
Miðað við fyrstu tölur stefnir í að Framsóknarflokkur fái fjóra fulltrúa í borgarstjórn. Þá á flokkurinn næsta mann inn í borgarstjórn, á kostnað Pírata, bæti flokkurinn við sig 200 atkvæðum umfram Pírata.