Framsókn á flugi en D fylgið dvínar

Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði.
Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sjálfstæðisflokkurinn virðist tapa fylgi víða og Framsóknarflokkurinn bætir við sig af miklum móð, að sögn Evu Heiðu Önnudóttur, stjórnmálafræðings. 

Nú þegar niðurstöður hafa verið að týnast inn frá sveitarfélögunum, er þetta tilfinning Evu. Hún bendir á að Framsóknarflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið, en það hafi sést í þingkosningum í haust og haldi áfram núna í sveitarstjórnarkosningum um land allt. 

Bankasalan hafi líklega áhrif

Varðandi dvínandi fylgi Sjálfstæðisflokksins þá veltir hún fyrir sér hvort salan á Íslandsbanka sé að hafa áhrif á sveitarstjórnarkosningarnar, til viðbótar við almennt dvínandi fylgi flokksins. 

Stórsigur Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ er eftirtektarverður að hennar mati. 

mbl.is