„Mæti örlögum okkar á eftir“

„Það hefur verið ótrúlegt að fara í gegnum þessa baráttu með mínum meðframbjóðendum og öllum okkar stuðningsmönnum. Það hefur verið svo mikill samtakamáttur,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 

Talsverðar tafir hafa verið á birtingu fyrstu talna í Reykjavík vegna nýrrar reglugerðar Landskjörstjórnar. 

„Manni finnst sérstakt að þetta gerist í Reykjavík en ekki hinum sveitarfélögunum,“ sagði Hildur við blaðamann mbl.is á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. 

mbl.is