„Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn“

„Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík. Við skulum hafa eitt á kristaltæru, fyrir einungis örfáum dögum mældumst við með 16% í könnunum. Og á einungis örfáum dögum höfum við risið um 8 prósentustig og ég hef aldrei í sögunni séð aðra eins fylgisaukningu,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar hún ávarpaði stuðningsfólk sitt á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins fyrir skömmu. 

Samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík fær Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega 24% atkvæða og sex borgarfulltrúa. Flokkurinn er með átta fulltrúa í borgarstjórn eftir kosningarnar 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert