Nýr meirihluti á Ísafirði kominn með bæjarstjóra

Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans, verður þó ekki bæjarstjóri.
Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans, verður þó ekki bæjarstjóri. Ljósmynd/Aðsend

Arna Lára Jónsdóttir verður bæjarstjóri á Ísafirði á komandi kjörtímabili, en hún er bæjarstjóraefni Í-listans á Ísafirði, að sögn Gylfa Ólafssonar oddvita listans. Meirihlutinn er fallinn samkvæmt lokatölum sem birtust nú fyrir skömmu, en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihlutann áður.

„Við erum í skýjunum að hafa náð meirihluta,“ segir Gylfi en bendir á að það hafi ekki þurft mikið til frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. 

Bærinn stendur á tímamótum og framundan eru afdrifaríkar ákvarðanatökur, að sögn Gylfa. 

„Bæjarbúar treysta okkur til að taka þessar ákvarðanir með samvinnu og vandvirkni að leiðarljósi.“

Í-listinn fellir núverandi meirihluta.
Í-listinn fellir núverandi meirihluta. mbl
Arna Lára Jónsdóttir verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðar eftir sigur Í-listans.
Arna Lára Jónsdóttir verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðar eftir sigur Í-listans. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert