Píratar gætu verið hörkuduglegir í minnihluta

Píratar eru hörkuduglegir í minnihluta segir Alexandra.
Píratar eru hörkuduglegir í minnihluta segir Alexandra. Eggert Jóhannesson

„Ég held að þetta hljóti að teljast mjög góður árangur. Borgarbúar eru greinilega að taka jákvætt í okkar áherslur,“ segir Alexandra Briem, sem skipar annað sæti á lista Pírata í Reykavík, í samtali við mbl.is.

Þið hafið verið að mælast með meira fylgi í könnunum, eru þessar tölur því ekki vonbrigði?

„Auðvitað er það smá vonbrigði,“ segir Alexandra og bætir við:

„Það eru búnar að vera margar kosningar síðustu ár. Við vitum alveg að það er ekki endilega gefið að það sem við mælumst alveg með skili sér á kjörstað. Við erum alveg farin að taka það með í reikninginn þegar við hugsum um þetta. En ég fagna hverju einasta atkvæði. Þó að þetta sé ekki alveg það sem við mældumst með þá er þetta töluverð aukning frá síðustu kosningu - það er það sem telur.“

Framsókn eða Sósíalistar gætu komið í meirihlutann

Meirihlutinn fallinn, hvað finnst þér um það?

„Það er auðvitað leiðinlegt. Þetta er hópur sem hefur unnið mjög vel saman að góðum og mikilvægum málum málum,“ segir Alexandra og bætir við:

„Við getum kannski bætt við einhverjum öðrum. Svo eru píratar líka hörkuduglegir í minnihluta og við hræðumst það ekki.“

Hvaða flokka eru það sem þú myndir vilja bæta við?

„Eins og þetta stendur núna þá gætu það verið annað hvort Framsókn eða Sósíalistar. Ég útiloka hvorugan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert