Staða meirihlutans enn þrengri

Framsóknarflokkurinn getur ekki annað en fagnað þessum niðurstöðum.
Framsóknarflokkurinn getur ekki annað en fagnað þessum niðurstöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framsóknarflokkurinn bætir enn við sig í nýjum tölum í Reykjavík. Nú hafa öll atkvæði verið talin, nema utankjörfundaratkvæðin. Staðan er enn sú að meirihlutinn er fallinn. 

Alls hafa verið talin 51.141 atkvæði. Auðir kjörseðlar voru 1.028 og ógildir 166.

Framsóknarflokkurinn kemur inn fjórum mönnum miðað við þessar niðurstöður, en flokkurinn hlýtur 9.513 atkvæði, eða 18,9 prósent. 

Sjálfstæðisflokkurinn er áfram stærsti flokkurinn, með 11.848 atkvæði eða 23,6 prósent. 

Samfylkingin fær 10.033 atkvæði, eða 20 prósent atkvæða.

Píratar fá 5.989 atkvæði og Sósíalistaflokkurinn hlýtur 4.120 atkvæði. 

Þá fá Viðreisn 2.647 atkvæði,  Flokkur fólksins 2.200 atkvæði og Vinstri græn fá 2.039 atkvæði. 

Miðflokkurinn hlýtur 1.269 atkvæði, Besta borgin fær 116 atkvæði og Ábyrg framtíð fær 445 atkvæði.

Eina sem vantar núna eru utankjörfundaratkvæðin.
Eina sem vantar núna eru utankjörfundaratkvæðin. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert