Talsverðar tafir á fyrstu tölum úr Reykjavík

mbl.is - Samsett / Kristján

Talsverðar tafir hafa orðið á því að fyrstu tölur úr Reykjavíkurborg verði kynntar. Nú er útlit fyrir að fyrstu tölur komi í ljós um klukkan 1.30 í nótt. 

Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörsstjórnar í Reykjavík, segir tafirnar skýrast af nýjum reglum Landskjörstjórnar sem fylgja þurfi við talningu. 

„Við erum núna búin að uppfæra áætlanir okkar miðað við stöðuna. Þessar reglur um talningu eru að tefja miklu meira fyrir ferlinu en við gerðum ráð fyrir. Samt vorum við að reyna að áætla rýmri tíma en var. Þetta er miður en við þurfum að gera þetta í samræmi við þessar reglur og erum þá að vona að þetta komi um 1, hálf 2,“ segir Eva. 

Gera má ráð fyrir að fyrstu tölur verði atkvæði þeirra sem kusu fyrir klukkan 17 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert